Rjómaostapasta með risarækjum

Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Fyrst veðurguðirnir ætla að leika okkur grátt um helgina er ekki úr vegi að grilla smá dásemdarpasta í tilefni dagsins. Það er fátt betra en rjómalagað pasta - nema ef vera skyldi rjómaostalagað pasta...

Rjómaostapasta með risarækjum

  • 500 g spaghetti eða annað pasta
  • 1 tsk. salt

Risarækjur:

  • 450 g risarækjur
  • 1⁄2 tsk. chilli
  • 1⁄2 tsk. hvítlaukssalt
  • 1 tsk. papriku krydd
  • 2 msk. ólífuolía
Sósa:
  • 200 g rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
  • 1 1⁄2 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
  • 1 dl pastasoð
  • 40 g Goðdala Feykir
  • 1⁄2 tsk. salt
  • 1 tsk. svartur pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu og setjið 1 tsk. af salti saman við vatnið.
  2. Setjið rækjurnar í skál ásamt kryddinu og blandið vel saman.
  3. Látið rækjurnar standa þar til sósan er tilbúin.
  4. Setjið rjómaost og matreiðslurjóma saman í pott yfir meðalháum hita og hrærið þar til osturinn hefur bráðnað.
  5. Bætið saman við pastasoði, rifnum Goðdala Feyki og kryddi.
  6. Hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  7. Setjið olíu á pönnu yfir háum hita og steikið rækjurnar í rúmar 4 mínútur eða þar til þær eru orðnar bleikar að lit.
  8. Passið ykkur þó að steikja þær ekki of lengi þar sem þær geta orðið seigar.
  9. Þegar rækjurnar eru tilbúnar setjið þið pastað og rjómaostasósuna saman við rækjurnar og veltið pastanu vel upp úr sósunni svo það blandist allt vel saman.
  10. Berið fram með rifnum Goðdala Feyki og pipar.

Uppskrift: Thelma Þorbergsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert