Smíðaði kaffihús á þremur mánuðum

Heimilisfaðir í Kaliforníu smíðaði kaffihús í samkomubanni sem hefur hlotið …
Heimilisfaðir í Kaliforníu smíðaði kaffihús í samkomubanni sem hefur hlotið mikla athygli. mbl.is/Julianna Astrid

Ósköp venjulegur fjölskyldufaðir fékk þá frábæru hugmynd að byggja lítið kaffihús í garðinum – rétt eins og maður gerir þegar daglegt eirðarleysi tekur við.

Ed Astrid varð að hafa eitthvað fyrir stafni í samkomubanninu – og eins og við sjálf þekkjum til, þá voru verkefnin misjöfn sem við fundum okkur að gera. Einhverjir tóku upp á því að prjóna eða sortera fjölskyldumyndirnar í tölvunni, á meðan Ed tók þetta skrefinu lengra í smíðavinnu. Við erum að sjá sannkallað hipster kaffihús af bestu gerð. En Ed er búsettur í Orange County í Kaliforníu og notaði timburrestar sem hann átti til í verkið.

Litla kaffihúsið hefur hlotið nafnið La Vida, sem þýðir „líf“ á spænsku og hægt er að sitja bæði inni og úti á kaffihúsinu. Julianna dóttir Ed, birti myndir af smíðaverki föður síns á Twitter við ótrúlegar undirtektir og það leið ekki á löngu þar til kaffiframleiðendur höfðu samband og vildu styrkja kaffihúsið með vörum.

Julianna sagði í samtali að faðir hennar væri ótrúlega fær smiður og elskar fátt meira en góðan kaffibolla og kósí stemningu. Hann hafi því ákveðið að byggja þetta hús í bakgarðinum fyrir fjölskylduna og vini sem koma í heimsókn. Hún sagði jafnframt að Ed væri svo ótrúlega þakkláttur fyrir öll þau hlýju orð sem honum hafi borist. Næst á dagskrá er að búa til Youtube video til að sýna fólki hvernig best sé að byggja sælureit sem þetta.

Kaffihúsið fékk pláss í einu horninu í bakgarðinum.
Kaffihúsið fékk pláss í einu horninu í bakgarðinum. mbl.is/Julianna Astrid
Allt timbur og glugginn voru afgangsafurðir frá öðrum verkefnum.
Allt timbur og glugginn voru afgangsafurðir frá öðrum verkefnum. mbl.is/Julianna Astrid
Stemningin er góð á La Vida kaffihúsinu.
Stemningin er góð á La Vida kaffihúsinu. mbl.is/Julianna Astrid
mbl.is/Julianna Astrid
mbl.is