Svona notar þú við inn á baðherbergi

Her er veggur að hlutatil með viðarklæðningu.
Her er veggur að hlutatil með viðarklæðningu. mbl.is/Pinterest

Viður er alltaf að verða vinsælla efni til að nota inn á baðherbergi, þá ekki bara í innréttingum – því við erum að sjá heilu veggina skreytta með viðarpanelum.

Viður er mjúkur og náttúrulegur, og gefur mikla hlýju þar sem hann er notaður eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ef þú ert t.d. með hátt til lofts, þá er viðarloft algjörlega málið og getur skapað sterkar andstæður á móti náttúrulegu efni eins og steypu eða náttúrusteini. En hér fyrir neðan eru þrjú góð ráð ef velja á við inn á baðherbergi.

Þrjú atriði sem vert er að hafa í huga varðandi val á tréverki inn á baðherbergi

  1. Undirstrikaðu tréverkið með öðrum náttúrulegum efnum eins og terrazzo, marmara eða kopar.
  2. Notaðu óhefðbundnar eða ljósar litasamsetningar með hlýum viðnum til að fá nútímalegt útlit.
  3. Veldu hluti eins og vask og salerni sem talar til þín og undirstrikar náttúrulega efnið í viðnum – þá bæði í formi og áferð.
mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert