Hafmeyjubar opnaður í London

Disney aðdáendur mega ekki láta þennan stað framhjá sér fara.
Disney aðdáendur mega ekki láta þennan stað framhjá sér fara. mbl.is/Getty/Moviestore/REX

Enginn Disney-aðdáandi ætti að láta þetta framhjá sér fara, en Litla hafmeyjan er væntanleg til London og þú getur fengið þér drykk í undirdjúpunum.

Nýi barinn er sem sagt að öllu leyti með Litlu-hafmeyju-þema þar sem upplifanir eru bæði í undirdjúpum og á landi ef svo má segja. Þú munt heimsækja konungsríki Trítons konungs þar sem kokteilar verða á boðstólum eða leiða einhvern inn í kóralrif þar sem hafmeyjar heilla þig með söng. Hljómar eins og Disney-bíómynd ekki satt?

Barinn verður opnaður 17. september nk. á mjög leynilegum stað eins og er. Hægt verður að kaupa miða á 45 pund sem inniheldur aðgöngu og þrjá kokteila. Hver heimsókn tekur um 90 mínútur og hér er hugað að tveggja metra reglunni og sótthreinsivörnum.

Upplifðu aldagamalt ævintýri þegar þú upplifir mannaheim rekast á hafið í leikrænni kokteilupplifun,“ segir í fréttatilkynningu, „þar sem kóralveggir og glitrandi perlur birtast undan vatninu.“ Það er nokkuð ljóst að hér verða leikarar og leyndarmál sem ber að afhjúpa, sem mun gerast með forvitnilegan kokteil við hönd.

Kokteill í undirdjúpunum er alveg nýtt fyrirbæri.
Kokteill í undirdjúpunum er alveg nýtt fyrirbæri. mbl.is/Fever
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert