Sjúklegt nýtt lúxushótel með prívat bakaríi

Nýtt lúxushótel hefur opnað í Kaupmannahöfn og geymir til að …
Nýtt lúxushótel hefur opnað í Kaupmannahöfn og geymir til að mynda bakarí og sundlaug. mbl.is/© Villa Copenhagen

Nýtt lúxushótel opnar í Kaupmannahöfn eftir endurbætur síðustu þrjú árin. Á hótelinu finnur þú bakarí og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Hótelið kallast Villa Copenhagen og er að finna í sögufrægu húsi eða gamla pósthúsinu við járnbrautarstöðina í miðri borginni. Hér er haldið í gamlar hefðir hvað innréttingar og arkitektúr varðar, en með nútímalegu tvisti.

Hótelið er rétt um 25 þúsund fermetrar og býður gestum upp á útisundlaug með guðdómlegu útsýni yfir Kaupmannahöfn, þakgarð, ásamt kokteil- og vínbar, veitingastað, bakarí og hönnunarverslun. En bakaríið og veitingastaðurinn leggur metnað og fókus á að kaupa allt hráefni beint frá býli.

Hér væri án efa gott að eyða helginni í Köben, en við látum myndirnar duga í bili.

mbl.is/© Villa Copenhagen
mbl.is/© Villa Copenhagen
mbl.is/© Villa Copenhagen
mbl.is/© Villa Copenhagen
mbl.is/© Villa Copenhagen
mbl.is