Kartöfluostasprengja á grillið

Gott meðlæti gerir allan grillmat betri. Þessi uppskrift er ein þeirra sem klikkar aldrei og við mælum heilshugar með.

Kartöfluostasprengja á grillið

 • 900 g kartöflur skornar í báta
 • 2 msk. extra virgin ólífuolía
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • 1 tsk. óreganó
 • sjávarsalt
 • nýmalaður svartur pipar
 • 2 bollar rifinn mozzarellaostur
 • 1 bolli rifinn parmesanostur
 • fersk steinselja, söxuð
 • þurrkaðar papriku- eða chiliflögur til skreytingar

Aðferð:

 1. Hitið grillið á miðlungsháan hita (eða ofninn á 210 gráður)
 2. Rífið niður fjóra stóra búta af álpappír – hver um sig 25 cm að lengd. Í stórri skál skal blanda saman kartöflum, ólífuolíu, hvítlauksdufti og óreganó. Kryddið vel með salti og pipar.
 3. Skiptið kartöflunum milli álpappírsarkanna. Brjótið hverja örk saman þannig að kartöflurnar séu alveg huldar. Lokið síðan samskeytum vel og vandlega með því að brjóta upp á þau.
 4. Setjið álpakkningarnar á grillið og eldið í 10-15 mínútur (sami tími í ofni).
 5. Takið af grillinu og opnið. Sáldrið ostinum yfir og lokið aftur. Setjið á grillið í 3-5 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
 6. Skreytið með steinselju og papriku- eða chiliflögum.
mbl.is