NBA stjarna hannar hníf

Sottie Pippen, margfaldur NBA meistari - hannaði hníf til styrktar …
Sottie Pippen, margfaldur NBA meistari - hannaði hníf til styrktar góðgerðamála. mbl.is/Youtube.com

NBA goðsögnin, Scottie Pippen, tók höndum saman við þekktan hnífasmið og hannaði hníf sem mun styðja við Black Lives Matter hreyfinguna.

Scottie Pippen er betur þekktur fyrir sexfaldan meistaratitil í NBA með liðinu Chicago Bulls, og hefur í samstarfi við hnífasmiðinn Bob Kramer, hannað glæstan hníf sem seldur verður hæstbjóðanda á uppboði – en allur ágóðinn mun renna til samtakanna Color of Change, sem eru talsmenn borgaralegra réttinda.

Munstrið sem skreytir hnífinn geymir mikilvæg skilaboð, þar sem margar hendur fléttast í gegnum hnífsblaðið. En við nánari skoðun má sjá tígullaga munstur sem er táknrænt fyrir þá undirstrauma kynþáttafordóma sem hafa alltaf verið til – þó það hafi ekki verið auðvelt að verða vitni að eða viðurkenna til þessa.

Glæsilegur hnífur í samstarfsverkefni Scottie Pippen og hnífasmiðsins Bob Kramer.
Glæsilegur hnífur í samstarfsverkefni Scottie Pippen og hnífasmiðsins Bob Kramer. mbl.is/https://kramerknives.com/
mbl.is