Svona passar þú best upp á súrdeig

Súrdeigsbakstur er alls ekki allra - en hér eru nokkur …
Súrdeigsbakstur er alls ekki allra - en hér eru nokkur góð ráð til að hafa bak við eyrað. mbl.is/Colourbox

Sumir vilja meina að það sé erfiðara að passa súrdeig en hund! Við höfum heyrt sögur af fólki hér á landi sem skreppur í ferðalög út á land og lætur deigið í pössun á meðan. En súrdeigsbakstur er það allra heitasta þessa dagana. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa bak við eyrað varðandi baksturinn.

Þegar þú byrjar með nýtt súrdeig:

  • Blandaðu jafna hluta af vatni og hveiti.
  • Láttu deigið standa á borði með loki yfir í 3 daga. Passið að „fóðra“ deigið með jöfnum hlutföllum af vatni og hveiti daglega.
  • Á fjórða degi ætti súrdeigið að byrja virka sem „lifandi“ hráefni.

Notkun súrdeigs:

  • Þegar súrdeigið er gott, er það notað í stað gers. Ef þú ert í vafa um hvort að súrdeigið sé að hefast nóg, getur þú bætt smáveigis af geri saman við til að tryggja að deigið stækki.
  • Mundu að súrdeigið gefur alltaf ákveðið bragð, svo notaðu það endilega í baksturinn þó að þér finnist deigið ekki gefa þessi loftkenndu áhrif sem þú leitast eftir.
  • Mundu eftir að fóðra deigið daglega, til að það nái þeim hlutföllum sem þú þarft í baksturinn.

Hafðu þetta bak við eyrað:

  • Súrdeigið ætti alltaf að lykta vel af jógúrti, bjór eða geri. Ef þú finnur annarskonar lykt, verður þú að henda því.
  • Ílátið sem geymir deigið ber alltaf að vera hreint að innan og utan.
  • Hugsaðu um deigið eins og barnið þitt. Þú þarft að veita því athygli, hlúa að því, næra og elska. Súrdeig er lifandi og þarnast umönnunar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert