Svona reddar þú lélegu rauðvíni

Það er lítið mál að betrumbæta lélegt rauðvín - svo …
Það er lítið mál að betrumbæta lélegt rauðvín - svo lengi sem þú átt til púrtvín í skápunum. mbl.is/Colourbox

Stundum er rauðvínið sem við kaupum ekki að standast væntingar, eða þú ert  með flösku sem hefur staðið opin of lengi og smakkast ekki sem skildi. Hér er ráð til að „rétta af“ lélegt rauðvín!

Til að hressa upp á dauft rauðvín skaltu hella 1/10 af púrtvíni saman við rauðvínið. Það gefur víninu meiri fyllingu og sætu – og mörgum finnst vínið verða með því betra sem hefur smakkast. Þú munt fá alveg nýtt vín með þessari blöndu sem þú skalt alls ekki vera óhrædd/ur við að prófa. 

Ef þú kaupir rauðvínsbelju eða flösku sem lítur út fyrir að vera mjög ódýr og átt von á gestum - þá skaltu umhella víninu í karöflu, því oftar en ekki er það útlitið sem fólk byrjar á því að dæma, frekar en innihaldið. Vín í karöflu mun alltaf setja vínið einu sæti hærra.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert