Stútglös á fæti fyrir börn

Glös á fæti með stút, fyrir þau allra yngstu.
Glös á fæti með stút, fyrir þau allra yngstu. mbl.is/modernhouseessentials.com

Til eru stútglös fyrir þau börn sem vilja skála við foreldra sína frá unga aldri í glösum sem passa borðhaldinu á betri dögum.

Nú eru eflaust einhverjir foreldrar sem fagna – eða þeir foreldrar sem hafa fengið leið á barnalegum stútkönnum með skrautmyndum. En það eru ekki síður börnin sem sækjast í glös foreldra sinna, því þau þykja meira spennandi að sjá á fæti.

Þessi umræddu glös rákumst við á á síðunni modernhouseessentials.com sem geymir ýmsa gullmola. Glösin eru með góðum stút, stöðugum fót og þola vel hita - því geta krakkar notið sopans hvort sem hann er heitur eða kaldur. Hvert glas rúmar um 150 ml.

Þeir sem vilja skoða glösin nánar geta kíkt inn á heimasíðuna HÉR, en glösin eru á tilboði þessa dagana á litlar 3.400 krónur íslenskar.

Glösin eru til í ýmsum litum.
Glösin eru til í ýmsum litum. mbl.is/modernhouseessentials.com
mbl.is