Veitingastaðurinn sem fæstir vita af en þykir einn sá allra besti

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það eru ekki allir með á hreinu hvar veitingastaðurinn Bjargarsteinn er og sjálfsagt á hann fleiri aðdáendur erlendis en hér á landi ef marka má ummælin um hann á TripAdvisor og öðrum síðum. Heyrst hefur af fólki sem hefur flogið gagngert til landsins til að heimsækja hann og skyldi engan undra.

Berglind Hreiðarsdóttir, matarbloggari og matreiðslubókahöfundur, brá sér á Bjargarstein á dögunum og hélt vart vatni af hrifningu:

„Ég veit ekki hvar ég á að byrja því veitingastaðurinn Bjargarsteinn á Grundarfirði er hreint út sagt dásamlegur staður. Saga hússins er ein sú krúttlegasta sem ég veit, maturinn upp á tíu, útsýnið ekki af verri endanum og frábærlega skemmtilegir þjónar!" segir Berglind.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Gunni, eigandi Bjargarsteins, galdraði hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum fram fyrir okkur. Við hjónin sátum ásamt stelpunum okkar heila kvöldstund að snæða svo það hlýtur að segja til um hversu góður maturinn var,“ bætir Berglind við.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir„Húsið sem veitingastaðurinn er rekinn í er gamalt íbúðarhús sem flutt var í heilu lagi á Grundarfjörð. Núverandi eigendur ráku augun í þetta hús til sölu á Akranesi, fundu fallega sjávarlóð á Grundarfirði og létu drauminn rætast. Hægt er lesa nánar um sögu hússins á heimasíðu Bjargarsteins.“

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Húsmunir og öll umgjörð á Bjargarsteini er einstök. Safnað hefur verið saman munum frá allri fjölskyldunni og setur það sannarlega sinn brag á húsnæðið. Á efri hæðinni er setustofa og virkilega kósí og heimilislegt að koma inn á þennan dásamlega veitingastað. Gæðin og matreiðslan leynir sér síðan ekki og greinilegt að mikið er lagt í það að töfra fram bragðgóðar og fallegar veitingar,“ segir Berglind og ef marka má myndirnar er engu logið.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman