Kveikti í borði sem Epstein og Weinstein sátu við

Ljósmynd/75 Main

Veitingastaðaeigandinn Zach Erdem bauð upp á frumlegan gjörning á dögunum þegar hann tók borð sem almennt var kallað Borð 1 og kveikti í því. 

Forsaga málsins er sú að Erdem á veitingastaðinn 75 Main í New York og meðal fastagesta þar voru Jeffrey Epstein og Harvey Weinstein. Var umrætt borð almennt talið besta borðið á staðnum og þar sátu þeir félagar þegar þeir komu á staðinn.

Erdem segist hafa horft á borðið um daginn og fengið sig fullsaddan af þeim minningum sem tengdust því og því hafi hann ákveðið að kveikja í því.

Það gerði hann svo með tilþrifum og hefur fyrir vikið komist í fréttirnar ansi víða – meðal annars á CNN – en Erdem greindi meðal annars frá því að Epstein hefði verið fastagestur og iðulega komið með þremur til fjórum ungum stúlkum.

Erdem sagði skilaboðin vera mjög skýr. Þeir sem misnotuðu konur væru ekki velkomnir á veitingastaðinn hans.

Ljósmynd/75 Main
mbl.is