Undraefnið sem til er á flestum heimilum en gleymist

Vaselín ætti að vera til á hverju heimili - því …
Vaselín ætti að vera til á hverju heimili - því við getum gripið í það oftar en virðist. mbl.is/Colourbox

Það eru fleiri en einn staður þar sem vaselin kemur til bjargar! Vaselín er krem sem ætti að vera til á öllum heimilum og hér eru nokkrar mjög góðar ástæður af hverju kremið er svona vinsælt.

Það er misjafnt hvenær við notum vaselín en oftast er það tengt þurrum vörum eða að við smyrjum kinnarnar á krökkunum þegar þau fara út í mikinn kulda. Því vaselín inniheldur ekkert vatn og því frábrugðið öðrum kremum, þá frýs það ekki og skaðar því ekki húðina.

Svona getur þú notað vaselín við húsverkin

  • Þú getur notað vaselín sem skókrem og pússað skóna þína, sem verða glansandi fínir á eftir.
  • Notaðu vaselín á hurðina ef það er byrjað að marra í henni. Smyrðu festingarnar með kreminu og lætin munu hverfa – þetta er samt ekki langtíma lausn, en bjargar þér áfram í einhvern tíma.
  • Hringur fastur á fingri mun renna af með smá vaselíni.
  • Eftir að hafa brasað með hjólakeðju, þá er vaselín frábært til að hreinsa olíuna af fingrunum.
  • Vaselín á neglurnar gerir þær glansandi – næstum eins og þú sért með glært lakk á þeim.
  • Ef þú litar á þér hárið heima, skaltu smyrja vaselíni á andlitið við hársvörðinn til að sporna við að liturinn festist langt út á kinn.
  • Þú getur smurt rennurnar í eldhússkúffunum til að þær renni betur.
  • Vaselín er einnig frábært til að hreinsa mikinn andlitsfarða, en það gerir venjuleg matarolía líka mjög vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert