Eldhús Gigi Hadid vekur athygli

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid deildi myndum af skrautlegu eldhúsinu sínu á …
Ofurfyrirsætan Gigi Hadid deildi myndum af skrautlegu eldhúsinu sínu á Instagram. mbl.is/ibtimes

Súpermódelið Gigi Hadid tók nýverið eldhúsið sitt í gegn og útkoman er vægast sagt ekki það sem nokkur bjóst við.

Eins mikið og við viljum halda að stjörnurnar þarna úti séu alveg eins og við, þá er raunin bara ekki alveg þannig. Oft og tíðum eru eldhúsin þeirra á stærð við tveggja herbergja íbúð, þar sem margir ísskápar og nokkrir ofnar tilheyra heimilinu eins og ekkert sé eðlilegra. En nýverið birti ofurfyrirsætan Gigi Hadid myndir frá heimili sínu sem hefur komið flestum á óvart.

Gigi deildi myndum á Instagram-síðu sinni þar sem hún segir frá því að hún hafi eytt öllu síðasta ári í að hanna draumastaðinn sinn – heimilið. En hún fékk hönnuði og listafólk til að hjálpa sér að útfæra hugmyndirnar og þakkaði þeim vel fyrir að kalla hana ekki „brjálaða“ fyrir hugmyndirnar sínar – heldur koma þeim til lífs.

Allt húsið er þakið björtum litum og alls kyns munstrum. Í eldhúsinu eru einnig áhugaverða hluti að finna, en þar er til dæmis stór viðarskál sem geymir billiardkúlur í öllum litum. Og eldhússkáparnir eru skreyttir pasta í skærum litatónum – eitthvað sem við höfum aldrei séð áður í eldhúshönnun og þá er nú mikið sagt. Annars er eldhúsið í grunninn hvítt með ljósum marmara og gylltum höldum. Eins má sjá gula borðplötu og viðarplötu, sem segir okkur að hún sé óhrædd við að blanda saman efnum og áferðum. 

Þeir sem vilja skoða marglita heimilið hennar Gigi nánar, geta kíkt á myndirnar HÉR.

Nýja eldhúsið hennar Gigi Hadid en hún geymir billiardkúlur í …
Nýja eldhúsið hennar Gigi Hadid en hún geymir billiardkúlur í skál uppi á gulri borðplötu. mbl.is/Instagram_Gigihadid
Neðri skáparnir í innréttingunni eru með lituðum pastamyndum.
Neðri skáparnir í innréttingunni eru með lituðum pastamyndum. mbl.is/Instagram_Gigihadid
Það eru ekki allir aðdáendur Gigi jafn hrifnir af eldhúsinu …
Það eru ekki allir aðdáendur Gigi jafn hrifnir af eldhúsinu og hún ef marka má Twitter. mbl.is/Twitter
mbl.is