Nýtt próteinpasta rýkur úr verslunum

Nýverið kom í verslanir nýtt pasta sem er gert úr baunum. Fyrir vikið er það frábær valkostur fyrir þá sem vilja minnka kolvetnaneyslu án þess að missa pasta af matseðlinum.

Að auki inniheldur pastað einstaklega mikið af próteini sem gerir það algjörlega einstakt en í 100 grömmum eru 45,3 grömm af próteinum. Ef marka má viðtökur neytenda hefur verið mikil vöntun á vörum sem þessum og að sögn Andreu Björnsdóttur, markaðsstjóra Lindsay, hefur pastað rokið úr hillunum.

Hægt er að fá þrjár tegundir; svartbauna-spaghetti, edamame-spaghetti og etabame og mung-bauna-fettuchini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert