McDonalds útfærir Happy Meal fyrir eldri borgara

McDonalds í Svíþjóð býður nú upp á Happy Meal fyrir …
McDonalds í Svíþjóð býður nú upp á Happy Meal fyrir eldri borgara. mbl.is/Colourbox

Skyndibitakeðjan McDonalds hefur útfært Happy Meal fyrir eldri borgara, sem hingað til hafa verið máltíðir fyrir krakka.

Eftir að kórónuveiran skall á heiminum hefur McDonalds í Svíþjóð gert breytingar á matseðli sínum. Í raun voru þeir búnir að útfæra þessa hugmynd áður en veiran lokaði öllu. Þar sem eldri borgarar eru á meðal þeirra viðkvæmustu fyrir veirunni eiga þeir skilið að fá McDonalds-rétt eins og aðrir. Því hefur fyrirtækið tekið á það ráð að barnabörnin geti keypt Happy Meal-máltíð fyrir ömmu sína og afa og í stað þess að leikfang fylgi með (sem venjan er), þá fá þau alveg sérstaka gjöf.

Í auglýsingu frá fyrirtækinu má sjá þegar lítil stelpa byrjar á því að sótthreinsa á sér hendurnar áður en hún teiknar fallega mynd sem hún síðan afhendir afgreiðslumanni staðarins – sem pakkar myndinni niður með máltíðinni. Að sögn talsmanns McDonalds í Svíþjóð átti herferðin að snúast um að krakkar kæmu ömmum og öfum á óvart með mat og sérstakri gjöf sem þau kynnu sannarlega að meta.

Krakkar teikna myndir handa ömmu sinni og afa sem fylgja …
Krakkar teikna myndir handa ömmu sinni og afa sem fylgja með máltíðinni. mbl.is/McDonalds
mbl.is