Heimsklassamatur á Hellissandi

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þjóðin ferðast innanlands í sumar eins og flestir vita og margir hafa verið duglegir að deila jákvæðum upplifunum hér innanlands inni á bloggsíðum og samfélagsmiðlum. Veislubókarhöfundurinn Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is er ein þeirra en hún hefur gert víðreist um landið og heimsótt veitingastaði.

Berglind er á því að gæðin séu mikil á íslenskum veitingahúsum en núna síðast heimsótti hún veitingastaðinn Viðvík á Hellissandi sem hún var einstaklega ánægð með.

„Á Viðvík er lögð áhersla á góða þjónustu og frábæran mat í hlýlegu og fallegu umhverfi. Matseðillinn er lítill og hnitmiðaður og gæði hráefna í fyrirrúmi. Við pöntuðum okkur fjölbreytta rétti og allir voru yfir sig hrifnir. Ég hef ekki getað hætt að hugsa um tempura-þorskinn síðan við vorum í heimsókn og þyrfti mögulega að athuga með heimsendingarþjónustu í Mosfellsbæ,“ segir Berglind um staðinn.

Viðvík er fallegur og notalegur fjölskyldurekinn veitingastaður með stórbrotnu útsýni til Snæfellsjökuls, yfir Breiðafjörð og Krossavík. Veitingastaðurinn er aðeins opinn yfir sumartímann (frá maí til september) og stendur í fallegu nýuppgerðu húsi við þjóðveginn. Húsið var byggt árið 1942 og var áður sveitabær sem bar nafnið Viðvík og þannig kom nafnið á veitingastaðnum til.

Parið Aníta Rut og Gils Þorri ásamt bróður Gils, Magnúsi Darra, og maka hans Helgu eiga staðinn og hafa staðið vaktina hvern einasta dag yfir sumartímann síðan staðurinn var opnaður. Þau keyptu jörðina og gamla sveitabæinn í ágúst 2016, byrjuðu framkvæmdir í upphafi árs 2017 og var veitingastaðurinn opnaður um sumarið sama ár.

„Viðvík er sannarlega enn ein perlan á Snæfellsnesi. Ég hefði ekki trúað því hversu undursamlegir veitingastaðir eru á þessu svæði fyrr en við fórum að ferðast þarna um í sumarfríinu okkar. Ég hugsa að það líði ekki á löngu þar til ég þarf í heimsókn aftur, þótt það væri ekki nema aðeins til að gæða mér á þessum dýrindis veitingum og keyra svo aftur í bæinn,“ segir Berglind en myndirnar sem hún tók af matnum eru hver annarri girnilegri eins og sjá má.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman