Nýtt frá Coca-Cola: Kólakaffi

Ljósmynd/Coca-Cola

Ást fólks á kóladrykkjum, koffíni og kaffi virðist engan enda ætla að taka og keppast fyrirtæki þessi misserin við að þróa ný afbrigði af drykkjum.

Coca-Cola tilkynnti á dögunum að nýjasti drykkur fyrirtækisins væri kók með kaffi. Nýi drykkurinn yrði fáanlegur í 330 ml dósum og væri bragðbættur með brasilísku kaffi og innihéldi 69 mg af koffíni. Bragðið verður enn hið klassíska kókbragð en með sterkum undirtóni sem verður fáanlegur í þremur útgáfum; dökkum, vanillu og karamellu.

Drykkurinn er væntanlegur í janúar á næsta ári en enn er ekki ljóst hvort hann kemur hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert