Svona býrðu til besta jarðarberjashake í heimi

Jarðarberjasjeik sem fjölskyldan mun elska þetta sumarið.
Jarðarberjasjeik sem fjölskyldan mun elska þetta sumarið. mbl.is/Colourbox

Hver elskar ekki sumarið – og hver elskar ekki svalandi jarðarberjasjeik? Hér er bragðgóð uppskrift sem við fengum lánaða hjá vinum okkar Ben & Jerry‘s, sem fjölskyldan mun elska. Eins auðveld uppskrift og hugsast getur en skilur eftir sig svo mikla ánægju fyrir bragðlaukana.

Jarðarberjasjeik sem fjölskyldan elskar

  • 2 stóra kúluskeiðar af Ben & Jerry´s Strawberry Cheesecake Ice Cream
  • 120 ml mjólk
  • 1/2 bolli hindber
  • 1/2 bolli bláber
  • 4 stór jarðarber

Aðferð:

  1. Blandið saman ís, mjólk og berjum í blandara og blandið vel saman þar til engir kekkir.
  2. Hellið í glös og toppið með þeyttum rjóma og berjum ef vill.
Ómótstæðilegur jarðarberjasjeik frá Ben & Jerry´s.
Ómótstæðilegur jarðarberjasjeik frá Ben & Jerry´s. mbl.is/Ben & Jerry´s
mbl.is