Svona pússar þú skó án skóáburðar

Það er lítið mál að pússa skóna án skókrems - …
Það er lítið mál að pússa skóna án skókrems - ef þú átt til banana í eldhúsinu! mbl.is/Colourbox

Við getum öll orðið uppiskroppa með skóáburð á heimilinu og hugsum ekkert nánar út í það fyrr en við erum að hlaupa út um dyrnar í ópússuðum skóm. Þegar slíkt gerist er ekkert annað í stöðunni en að koma við í næstu verslun og kaupa skóáburð – eða ef tíminn er naumur, að athuga hvað þú átt til á heimilinu.

Barnaolía eða vaselín er einn kostur í stað skóáburðar. Með því að bera olíuna á skóna og leyfa henni að þorna getur þú pússað yfir með mjúkum klút. Annars er banani ráðið sem við viljum einnig benda á. Bananar innihalda olíu sem getur vel komið í stað skóáburðar. Nuddaðu innan af bananahýðinu á skóna og pússaðu svo yfir með mjúkum klút – og skórnir verða tilbúnir á dansgólfið á augabragði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert