Sóttkvíar-Barbie slær í gegn

Barbie-dúkka sem lýsir huga og ástandi margra kvenna síðustu mánuði.
Barbie-dúkka sem lýsir huga og ástandi margra kvenna síðustu mánuði. mbl.is/Instagram_grandmagetsreal

Margir kvarta undan aukakílóum eftir síðustu mánuði í samkomubanni á meðan aðrir setja ástandið í mynd – eða réttara sagt í myndrænt form sem Barbie-dúkku eins og í þessu tilviki.

Barbie-dúkkur falla seint úr gildi og hér eru þær í nútímalegri útgáfu eftir að Tonya Ruiz tók þær í sínar hendur – en hún heldur úti síðunni Grandmagetsreal á Instagram. Tonya hefur verið að safna að sér Barbie-dúkkum og alls kyns mini-útgáfum af mat, tískuhlutum og aukahlutum fyrir heimilið. Og það var ekki fyrr en kórónuveiran varð sem skæðust um heim allan, að hún áttaði sig á hvað hún ætlaði að gera við allt þetta dót. Þannig varð #barbiegetsreal til fyrir alvöru!

Við erum að sjá „Stay Home Curvy Doll – wearing stretchy pants“ sem inniheldur Barbie-dúkku með Nutella, krossgátubók, viskí og kleinuhringi svo eitthvað sé nefnt. Eins Barbie-dúkku sem ætlaði sér að borða meira grænmeti og vera heilbrigð þetta árið, en endar með bauga og pítsusneið í hendinni.

Tonya Ruiz birtir myndir af nýjum dúkkum vikulega á Instagram-síðunni sinni, sem fá gríðarlega mikla athygli og það ekki að ástæðulausu. Því það eru án efa einhverjir þarna úti sem eru að tengja!

Halló 2020! Væri flott nafn á þessa dúkku.
Halló 2020! Væri flott nafn á þessa dúkku. mbl.is/Instagram_grandmagetsreal
Ekki má gleyma þeim sem starfa úti í búð og …
Ekki má gleyma þeim sem starfa úti í búð og þurfa að bera grímur allan daginn. mbl.is/Instagram_grandmagetsreal
mbl.is/Instagram_grandmagetsreal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert