Nýr íslenskur grillostur kominn á markað

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þær stórfréttir berast úr herbúðum MS að kominn sé á markað Grillostur frá Gott í matinn. Hér erum við að tala um ost í anda hins vinsæla Halloumi-osts sem ostgæðingar hafa mikið dálæti á.

Grillostar eru þeim undraeiginleika gæddir að þeir bráðna ekki heldur mýkjast og henta því einstaklega vel í matargerð. Hægt sé að grilla þá, steikja og baka og þykir þeir gera allan mat betri.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir meðal annars að grillosturinn sé frábær í alls kyns salöt auk þess sem hægt að er búa til hamborgara með Grillosti, franskar kartöflur og margt fleira. Hann passar einstaklega vel með bæði fersku og grilluðu grænmeti.

Ljóst er að Grillosturinn er mikill hvalreki fyrir ostgæðinga og má fastlega búast við að hann verði grillaður grimmt á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert