Meghan Markle styrkir gott málefni

Meghan Markle heldur áfram góðgerðarstörfum þrátt fyrir að hafa stigið …
Meghan Markle heldur áfram góðgerðarstörfum þrátt fyrir að hafa stigið til hliðar frá konungslegum skyldum. mbl.is/ounousa.com

Hertogaynjan Meghan Markle gaf nýverið ágóðann af sölu matreiðslubókarinnar „Together“ til góðgerðarsamtaka. Samtök sem bjóða upp á matreiðslunámskeið fyrir hælisleitendur og flóttafólk.

Meghan Markle hefur gefið 8.000 pund til samtakanna Migrateful, eða um 1,5 milljón íslenskra króna. Migrateful lýsti ánægju sinni og þakklæti í fréttatilkynningu og fór hlýjum orðum um hertogaynjuna. Samtökin segja einnig frá því að framlagið muni verða notað til að halda matreiðslunámskeið sem eru leidd undir forystu flóttamanna, hælisleitenda og farandsfólks – sem eiga í erfiðleikum með að komast inn í samfélagið og fá vinnu. Matreiðslunámskeiðin bjóða upp á kjöraðstæður til að læra ensku, byggja upp sjálfstraust og stuðla að góðum samskiptum við aðra í samfélaginu.

Matreiðslubókin Together, inniheldur um 50 fjölbreyttar uppskriftir frá konum í Grenfell samfélaginu og kom á markað í september árið 2018. Eða fyrsta stóra verkefnið sem Meghan tók að sér, sem meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Þess má einnig geta að hin konunglegu góðgerðasamtök sáu um að endurgera eldhúsið hjá Migrateful fyrir 204.000 pund og gáfu önnur 28.000 pund í þjálfun og þróunaráætlanir, eða litlar 41,5 milljónir íslenskra króna – vel gert það!

Meghan og prins Harry, hafa heimsótt eldhúsið nokkrum sinnum yfir árið, þá bæði í opinberum heimsóknum og á eigin vegum, og eru meðlimir samfélagsins þeim afar þakkát fyrir samfelldan stuðning. En framlagið að þessu sinni kemur frá Meghan og Harry sjálfum sem stigið hafa til hliðar frá konunglegum skyldum og þar með frá konunglegu góðgerðarsamtökunum.

Meghan og Harry hafa heimsótt eldhúsið hjá Migratful góðgerðasamtakanna í …
Meghan og Harry hafa heimsótt eldhúsið hjá Migratful góðgerðasamtakanna í opinberum og prívat heimsóknum. mbl.is/PA
Matreiðslubókin Together inniheldur um 50 uppskriftir og er fyrsta stóra …
Matreiðslubókin Together inniheldur um 50 uppskriftir og er fyrsta stóra verkefnið sem Meghan Markle tók að sér sem meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. mbl.is/PA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert