Einfaldur en öðruvísi ostabakki

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er Linda Ben með ostabakka sem er með úrvali af frönskum ostum sem eru sérlega góðir og í uppáhaldi hjá mörgum. Framsetningin er ekki flókin en kemur ótrúlega vel út. Sætleiki bláberjanna og hunangsins blandast ótrúlega vel saman við spennandi ostabragðið og seltuna í parmaskinkunni og ólífunum. Útkoman er það sem við myndum kalla ostabakka sem klikkar ekki.

Sjálf segist Linda einstaklega hrifin af ostunum og hvetur fólk til að láta ekki framandi útlit þeirra blekkja. Ostarnir séu ótrúlega mildir og einstaklega bragðgóðir.
  • Chaumes le Cremier er minn allra uppáhalds þótt þeir séu allir góðir, hann er bara svo rosalega mjúkur og rjómakenndur á sama tíma og bragðið er gott.
  • Coeur de Lion le Bon Brie er klassískur brie-ostur sem er afskaplega góður og öllum líkar vel við.
  • Saint Albray mætti líkja við eins konar samblöndu af Camembert-osti og Havarti, afskaplega mildur og ljúffengur.

Einfaldur og ljúffengur ostabakki

  • Chaumes le Crémier
  • Coeur de Lion le Bon Brie
  • Saint Albray Gourmand & Crémeux
  • Bláber
  • Hráskinka
  • Ólífur
  • Kasjúhnetur
  • Sulta
  • Hunang

Öllu raðað snyrtilega saman á bakka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert