30 þúsund manns á biðlista eftir þessari pönnu

Margur myndi halda að þetta væri fölsk frétt en svo er alls ekki. Panna sem kallast Always þykir svo mögnuð að þegar hún seldist myndaðist biðlisti sem taldi 30 þúsund manns hvorki meira né minna.

Pannan þykir algjör snilld. Bæði er hún óvenjufögur af pönnu að vera auk þess sem hún er afskaplega fjölhæf.

Þar sem hún er aftur komin í sölu er hægt að tryggja sér eintak af henni HÉR og miðað við umsagnir notenda er hún algjör snilld – fyrir utan að vera óhemjufalleg...

mbl.is