Undurfagurt eldhús hjá norskum stíllista

Ljósmynd/Nordic Design

Þetta undurfagra eldhús er heima hjá Line Dammen sem er norskur matar- og innanhússstíllisti. Myndir af heimili Dammen pýddu nýlegt tölublað af Bo Bedre og eins og sjá má er full ástæða til að skoða þetta eldhús vel.

Það er í senn hlýlegt og úthugsað. Skandinavísk áhrif eru augljós og eldhúsið er afar sígilt. Það kemur kannski einhverjum á óvart en eldhúsinnréttingin er fremur hefðbundin en með því að bæta við höldum frá sænska fyrirtækinu Norrgavel og marmaraborðplötum færðu útlit og áferð sem er geggjuð.

Þetta eldhús er einstaklega fagurt svo ekki sé fastar að orði kveðið og gott dæmi um hvernig nota má fjöldaframleiddan grunn og klæðskerasníða hann að eigin smekk og þörfum.

Heimild: NordicDesign

Ljósmynd/Nordic Design
Ljósmynd/Nordic Design
Ljósmynd/Nordic Design
mbl.is