Eldhúsið sem sem fær hjartað til að slá hraðar

Dásamlega fallegt eldhús hjá matarbloggara.
Dásamlega fallegt eldhús hjá matarbloggara. mbl.is/Malcolm Menzies

Velkomin heim til Önnu Barnett, matarbloggara og bókahöfundar. Hún býr í gullfallegu húsi með eldhús sem marga dreymir um.

Anna Barnett hefur gert áhugamál sitt, matargerð, að atvinnu og nýverið tók hún eldhúsið hjá sér í gegn. Eldhúsið var áður á öðrum stað í íbúðinni og þá alls ekki eins stórt og það er í dag, en hún hefur á smekklegan máta breytt skipulaginu og fært eldhúsið til. Enda heldur hún reglulega námskeið heima hjá sér, notar það undir myndatökur og þróar nýjar uppskriftir.

Eldhúsið býr nú yfir töluvert meira skápaplássi og mun meiri birta leikur um rýmið. Anna setti sig í samband við eldhúsframleiðandann Pluck sem hefur útfært eldhúsið fallega. Það er tvöföld lofthæð í húsinu, sem ljær rýminu extra sjarma, og því möguleikar á tvöfaldri skápahæð. Eins er eyjan stór og mikil og passar fullkomlega þarna inn.

Heimild: Architecturaldigest.com

Tvöföld lofthæð er í húsinu sem gefur rýminu extra sjarma.
Tvöföld lofthæð er í húsinu sem gefur rýminu extra sjarma. mbl.is/Malcolm Menzies
Skipulagið er upp á tíu í þessum skáp.
Skipulagið er upp á tíu í þessum skáp. mbl.is/Malcolm Menzies
Gylltur krani og margir gersemar í bland við grænar plöntur …
Gylltur krani og margir gersemar í bland við grænar plöntur - fullkomið! mbl.is/Malcolm Menzies
Eldhúsframleiðandinn Pluck sá um smíðin - ótrúlega falleg áferð á …
Eldhúsframleiðandinn Pluck sá um smíðin - ótrúlega falleg áferð á innréttingunni. mbl.is/Malcolm Menzies
mbl.is/Malcolm Menzies
mbl.is