Hangir í kjörþyngd með einfaldri aðferð

Ljósmynd/Instagram

Leikkonan Hillary Duff birti á dögunum mynd af sér á baðfötunum þar sem hún segist loksins búin að finna lífsstílinn sem henti sér. Góðu fréttirnar eru að í honum eru engar öfgar og neitar Duff sér ekki um neitt ...

En hvernig má það vera kunna margir að spyrja. Hvernig er hægt að vera í kjörþyngd en borða samt það sem þú vilt? Lykillinn felst í svokölluðu macro- eða makrósumataræði þar sem þú vigtar allt sem þú lætur ofan í þig og reyndir að stilla daglegan skammt þannig að þú fáir það næringarmagn sem þér hentar og í þeim hlutföllum sem þú þarft.

Þannig neitar Duff sér ekki um nokkurn skapaðan hlut og segist elska súkkulaði og vín og neyta þess. Hins vegar snúist lífsstíllinn um jafnvægi og að fylgjast vel með því sem í sig er látið.

Maðurinn á bak við mataræði Duff heitir Eric Young og kallar sig The Flexible Dieting Coach. Meðal viðskiptavina hans eru stórstjörnur á borð við Molly Simms og Mandy Moore.

Það er því ljóst að meðalhófið er best og að hafa góða yfirsýn yfir daglega neyslu.

mbl.is