Hrefna biðlar til veitingamanna

Hrefna Sætran biðlar til veitingamanna um að fara eftir reglum.
Hrefna Sætran biðlar til veitingamanna um að fara eftir reglum. Ljósmynd/Björn Árnason

Hrefna Sætran, veitingamógúll með meiru hefur biðlað til kollega sinna um að farið sé eftir reglum. Undir orð hennar taka fjölmargir aðrir veitingamenn á borð við Ólaf Örn Ólafsson á Tíu sopum, Jakob F. Jakobsson á Jómfrúnni og fleira þungavigtarfólk í bransanum.

Engum dylst að um mikið högg er að ræða fyrir veitingamenn en vel hefur gengið hjá flestum í sumar og var júlí sérstaklega góður hjá mörgum veitingastöðum. Því er ljóst að hertar aðgerðir munu hafa mikil áhrif á rekstur staða sem voru rétt að ná sér í gang aftur eftir hörmulega byrjun á árinu.

Ljóst er að veitingamenn þurfa að standa saman á komandi vikum og þá er það líka í höndum fólks að nýta sér take-away möguleika staðanna sem mæltust vel fyrir í fyrstu bylgju faraldursins.

mbl.is