Ómótstæðilegt ítalskt salat með grillosti

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Nýi grillosturinn mælist vel fyrir hjá neytendum enda frábært að loksins sé til innlendur ostur með einstaka eiginleika halloumiosts.

Hér er ítalskt salat í boði Berglindar Hreiðars á Gotteri.is en hún segir að það sé virkilega skemmtilegt að vinna með ostinn á grillinu.

„Það er magnað hvað hann þolir mikið áður en hann fer að bráðna eitthvað niður svo hann hentar fyrir ýmislegt sniðugt sem hefðbundinn ostur gerir ekki,“ segir Berglind sem er hæstánægð með ostinn eins og heyra má.

 Ítalskt salat

 • 1 stykki grillostur frá Gott í matinn (260 g)
 • 1 askja kirsuberjatómatar
 • 1 búnt basilíka
 • 2 msk. grænt pestó
 • 4 msk. virgin-ólífuolía
 • balsamgljái
 • furuhnetur

Aðferð:

 1. Skerið tómatana niður, saxið niður basilíkuna og blandið 2 matskeiðum af ólífuolíu saman við, hellið á fallegan disk.
 2. Skerið ostinn í sneiðar (um 1 cm þykkar) og grillið á meðalheitu grilli. Gott er að bera vel af matarolíu á grillið áður en osturinn er settur ber á grindina. Grillið ostinn í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann fer að mýkjast.
 3. Hrærið saman 2 matskeiðar af pestó og 2 matskeiðar af ólífuolíu og hafið til taks þegar osturinn er tilbúinn.
 4. Raðið ostinum yfir salatið og setjið pestó, balsamgljáa og furuhnetur yfir.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is