Appelsín komið í nýjar umbúðir

Það telst alla jafna stórmál þegar þekktar vörur eru settar í nýjan búning og því áhugavert að sjá hvað Auglýsingastofan EnnEmm gerði þegar þau fengu það verkefni að hanna nýjar umbúðir.

Ákveðið var að halda sig við klassíkina og einfaldleika. Um sé að ræða eitt þekktasta vörumerki landsins og nauðsynlegt sé að vanda til verka. Áheslan hafi öðru fremur verið á sykurlausa Appelsínið en útkoman er nokkuð góð og á væntanlega ekki eftir að setja netheima á hliðina eins og oft gerist þegar þekktar vörur breyta um búning.

Umbúðirnar eins og þær voru.
Umbúðirnar eins og þær voru.
Nýja hönnunin kemur vel út.
Nýja hönnunin kemur vel út.
mbl.is