Nóatún lokar - 30% afsláttur í dag

Kristinn Magnússon

Síðasta Nóatúns verslunin sem staðsett er í Austurveri mun loka næstkomandi föstudag og af því tilefni munu allar vörur verslunarinnar verða settar á 30% afslátt.

Íbúar í nágrenninu þurfa þó ekki að örvænta því í október mun þar opna ný og glæsileg Krónu verslun en að sögn talsmanna Festis hefur verið kallað eftir lágvöruverslun á svæðinu og er því verið að bregðast við því kalli.

Þar með lýkur langri sögu Nóatúns verslananna en fyrsta verslunin opnaði árið 1965 og hefur í gegnum árin verið samnefnari yfir gæði og góða þjónustu. Aðdáendur Nóatúns þurfa þó ekki að örvænta því Krónan mun bjóða upp á valdar vörur úr Nóatúni – og má þar nefna einn vinsælasta hamborgarahrygg landsins, Nóatúns hrygginn.

mbl.is