Byltingarkennt tannkrem á markað

Colgate hefur sett á markað nýtt tannkrem sem sagt er boða nýja tíma. Lögð var áhersla á gagnsæi og einfaldleika og því höfð eins fá innihaldsefni í tannkreminu og kostur var. Að auki er innihaldslýsingin á umbúðum sjálfum ásamt virkni og áhrif einstakra innihaldsefna.
Tannkremið er vottað af Vegan samtökum og EcoCert sem vottar náttúrulegan uppruna innihaldsefnanna.

Jafnframt eru umbúðirnar endurvinnalegur og viðurkenndar af RecyClass. Að auki hyggst Colgate deila upplýsingum um framleiðslutæknina með öðrum tannkremsframleiðendum til að tryggja að allar umbúðir í framtíðinni uppfylli kröfur um endurvinnslu. Langflestar túpur eru gerðar úr samanpressuðu plasti sem oftast er blanda af allskyns plast tegundum utan um þunnt lag af áli. Erfitt sé að endurvinna túpurnar á hefðbundin hátt en með því að nýta einnig HDPE plast sé hægt að endurvinna túpurnar á hefðbundinn hátt. Túpan hefur fengið allar tilskildar vottanir en í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að árlega falli til um 20 milljarðar tannkremstúpa um heim allan og sé markmiðið að miðla tækni til sem flestra - með það að sjónarmiði að gjörbreyta einni útbreiddustu plastpakkningu heims sem hingað til hefur ekki verið hægt að endurvinna.

mbl.is