Húsráðið sem þú þarft að kunna

Það er einfalt mál að þrífa plastbox.
Það er einfalt mál að þrífa plastbox. mbl.is/Colourbox

Suma hluti er bara gott að kunna - eða í það minnsta gott að vita af, til að geta brugðist við ef að þörf er á.

Plastbox eru til á hverju heimili og það í öllum stærðum og gerðum. Mest notuð til að geyma matarafganga sem við tökum með okkur í vinnu eða skóla. En það sem gerir slík box minna aðlaðandi eru slikjurnar sem festast í þeim. Það geta eflaust allir tekið undir að það sé óspennandi að borða upp úr boxi sem ber appelsínugular hliðar eftir lasagnað sem var í boxinu deginum á undan – þrátt fyrir að hafa þvegið boxið.

Kona nokkur að nafni Adi Kempler, birti myndband á TikTok þar sem hún sýnir hvernig þrífa megi plastbox án þess að hamast við að skrúbba eða liggja í bleyti í fleiri tíma. Hún einfaldlega sprautaði smávegis af uppþvottalögi inn í boxið og hálffyllir það af heitu vatni. Síðan rífur hún niður tissjúpappír og setur ofan í. Lokið fer því næst á boxið og hrisstir síðan boxið til og frá í 45 sekúndur. Eftir það verður boxið eins og nýtt - algjörlega þess virði að prófa!

mbl.is