Stórstjörnur hanna sína eigin sleifar

Nýjar sleifar hannaðar af þekktum einstaklingum - nú til sölu …
Nýjar sleifar hannaðar af þekktum einstaklingum - nú til sölu til styrktar góðu málefni. mbl.is/Williams Sonoma

Allir heimabakarar þarna úti og lengra komnir, vita að það er alltaf þörf á auka sleif í eldhúsið. Og þessar eru hannaðar af þekktustu stórstjörnum heims.

Nýjar sleifar eru nú fáanlegar með myndum sem þekktir einstaklingar hafa hannað – og það fyrir Williams Sonoma góðgerðasamtökin. Fyrirtækið tilkynnti nú á dögunum sína sjöttu fjáröflunaráætlun, Tools for Change, sem að þessu sinni mun styrkja „No Kid Hungry“ – með sölu á tíu mismunandi sleifum eftir kokka, tónlistarfólk og aðra þekkta einstaklinga. En við erum að sjá nöfn eins og Dolly Parton, Kris Jenner, Kristen Bell og fleiri.

Hluti af ágóðanum rennur beint til No Kid Hungry og með hverri seldri sleif sem kostar litlar 2.000 krónur íslenskar, mun ágóðinn gefa allt að 40 máltíðir fyrir börn í neyð. Sum munstrin sem við sjáum á sleifunum munu einnig verða til sölu á viskastykkjum.

Á sleifinni hennar Kris Jenner, standa hennar einkunnarorð „You‘re doing …
Á sleifinni hennar Kris Jenner, standa hennar einkunnarorð „You‘re doing amazing sweetie!“ mbl.is/Williams Sonoma
Dolly Parton setur sitt „signature“ á sleifina, eða fiðrildi.
Dolly Parton setur sitt „signature“ á sleifina, eða fiðrildi. mbl.is/Williams Sonoma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert