Sítrónutrixið sem er að gera allt vitlaust

Sykur, sítróna og kókosolía er til dæmis það eina sem …
Sykur, sítróna og kókosolía er til dæmis það eina sem þú þarft til að útbúa mýkjandi skrúbb.

Olnbogarnir eru einn af þeim stöðum á líkamanum sem við gleymum alveg að sinna! Og þá er gott að eiga sítrónur í eldhúsinu til að rétta úr þeim málum.

Þurrir olnbogar ættu margir að kannast við – eflaust vegna þess að við gleymum alveg að hugsa um þá þar til við finnum verulega fyrir því hversu þurrir þeir eru. Hér er dásamlegt ráð hvernig þú getur nýtt sítrónurnar í eldhúsinu við þessum vanda, á náttúrulegan máta – án allra aukaefna.

Svona notar þú sítrónur á þurra olnboga

  • Skerðu sítrónu til helminga.
  • Helltu smá ólífuolíu á helmingana og láttu olnbogana sitja í sítrónunum í 30 mínútur eða jafnvel lengur.
  • Nýttu tímann og lestu bók eða horfðu á uppáhalds þáttinn þinn í sjónvarpinu.
  • Ef þér finnst eins og sítrónurnar haldist ekki nægilega vel að olnboganum, getur þú notað klút eða taubleyju til að binda þær utan um olnbogann.
  • Sýran frá sítrónunni hjálpar þurri og gamalli húð til að losna og olían sér um að mýkja húðina. Hin fullkomna blanda!
Vissir þú að sítrónur virka vel á þurra olnboga?
Vissir þú að sítrónur virka vel á þurra olnboga? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert