Tók eldhúsið í gegn og útkoman er ótrúleg

Fyrir og eftir myndir úr gömlu eldhúsi þar sem flísarnar …
Fyrir og eftir myndir úr gömlu eldhúsi þar sem flísarnar eru stjarnan í rýminu. mbl.is/jojotastic.com

Hér erum við að tala um einar svölustu gólfflísar sem þú munt sjá á eldhúsgólfi! Þessar flísar hafa fullkomnað eldhús í aldargömlu húsi.

Hér býr Joanna Hawley-McBride, lífsstílsbloggari með góðan stíl. Hún hefur ásamt eiginmanni sínum staðið í breytingum á húsnæði þeirra í Seattle síðustu fjögur árin. En Joanna er skapandi og hefur starfað við hönnun bæði hjá Nordstrom og Anthropologie svo eittvað sé nefnt. Áður var eldhúsið mjög lítið og dökkt, nánast eins og lítill hellir að hennar sögn. Ísskápurinn var út í horni og eldavélin fjarri öllu öðru. Í gamla eldhúsinu vantaði líka borðpláss og uppþvottavél.

Þar sem Joanna er bloggari, fær hún mikið af hlutum gefins. Hún hóf því samstarf við nokkur fyrirtæki þar sem hún fékk vörur og efnivið í skiptum fyrir bloggfærslur og myndatökur – til dæmis gólfflísarnar sem eru hreint út sagt geggjaðar. Þannig náði hún að halda fjármálunum í lágmarki varðandi breytingarnar.

Gólfflísarnar eru eins og bókstafurinn „H“ í laginu og bláar að lit, en það er uppáhalds litur Joanna. Flísarnar koma frá Fireclay Tile og má finna HÉR fyrir áhugasama, en hver einasta flís er handgerð í Kaliforníu. Borðplatan er úr marmara og eldhúsvaskurinn er nánast eins og baðkar – svo stór er hann. En þau hjónin eru með tvo hunda sem þau baða reglulega í vaskinum. Ísskápur, ofn og gashelluborð koma frá KitchenAid og vegghillur eru sérsmíðaðar.

Geggjaðar bláar „H-laga“ flísar setja sinn svip á heildarrýmið.
Geggjaðar bláar „H-laga“ flísar setja sinn svip á heildarrýmið. mbl.is/jojotastic.com
Öllu var skipt út.
Öllu var skipt út. mbl.is/jojotastic.com
mbl.is/jojotastic.com
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar. mbl.is/jojotastic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert