Bananaís úr einu hráefni

Það er lítið mál að búa til bananaís og hann …
Það er lítið mál að búa til bananaís og hann smakkast líka stórvel! mbl.is/Colourbox

Hér færðu uppskrift að bananaís sem inniheldur einungis eitt hráefni – banana!

Bananar – eflaust ein mesta ávaxtasnilld sem til er. Fullkomin orka, frábær í bakstur og nytsamlegur í þrif, er hægt að biðja um meira? Banani getur líka verið ís án þess að bæta við nokkrum öðrum hráefnum og geri aðrir (ávextir) betur.

Við eigum oftar en ekki til banana sem við sjáum ekki fram á að borða eða nota. Þá er fullkomið að búa til ís úr hráefninu án þess að vera full af sykri og rjóma. Hér fyrir neðan er uppskrift að bananaís.

Svona gerir þú bananaís

  • Taktu hýðið af banananum og skerðu bananann í bita.
  • Legðu bitana á bakka, disk eða annað sem má fara inn í frysti þannig að þeir liggi ekki allir ofan á hvor öðrum.
  • Þegar bananinn er frosinn í gegn skaltu setja bitana í poka þar sem hann geymist til lengri tíma í frysti.
  • Til að búa til ísinn skaltu setja bananabitana í blandara eða hrærivél. Gott er að setja smá vatn ef bitarnir eru mjög frosnir eða bíða eftir að þeir þiðni smávegis.
  • Eftir að hafa hrært bananann vel saman, verður útkoman kremkennd og frábær ís.
  • Gott er að setja smá sítrónu eða gríska jógúrt með til að vega á móti sætunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert