Ostasalatið sem þykir ómótstæðilegt

Klárlega eitt besta ostasalat sem þú munt smakka.
Klárlega eitt besta ostasalat sem þú munt smakka. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þetta salat er það allra vinsælasta, í þeirri merkingu að fólk sækist í uppskriftina aftur og aftur og finnur hvaða tilefni sem er til að gæða sér á salatinu. Það er Hildur Rut sem býður okkur upp á þetta cheddar ostasalat sem sögur fara af!

„Þetta ostasalat er svo dásamlega ljúffengt. Einfalt að útbúa það og passar sérlega vel með kexi og hrökkbrauði. Svo er það er líka tilvalið fyrir þá sem eru í ketó. Mér finnst svakalega gott að fá mér hrærð egg og avókadó með ostasalatinu. En einnig er frábært að bera það fram í veislum, slær alltaf í gegn“, segir Hildur Rut.

Vinsæla cheddar ostasalatið

  • 6 dl rifinn cheddar ostur
  • 3 msk. majónes
  • 4 msk. rjómaostur
  • 2 msk. jalapeno úr krukku
  • 3 litlar paprikur (pimiento paprikur) – má nota venjulegar

Aðferð:

  1. Rífið cheddar ostinn með rifjárni (eða kaupið hann rifinn).
  2. Skerið jalapeno og paprikur smátt.
  3. Hrærið rjómaosti og majónesi saman.
  4. Hrærið öllu vel saman í skál með skeið og berið fram með kexi.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is