Flottustu blöndunartækin í eldhúsið

Við fundum þennan stællega krana hjá Innréttingum og tæki, en …
Við fundum þennan stællega krana hjá Innréttingum og tæki, en þessi kemur frá framleiðandanum FIMA. mbl.is/Innréttingar og tæki

Við kíktum í búðarrölt á netinu og tókum út úrvalið af svörtum blöndunartækjum í eldhúsið. Því stundum þarf ekki meira til en að skipta út krananum til að fá nýtt útlit á heildar rýmið.

Hér eru nokkrir af þeim krönum sem við fundum í úrvalinu hér heima.

Þessi græja er fyrir lengra komna! Eldhústæki frá svissneska merkinu …
Þessi græja er fyrir lengra komna! Eldhústæki frá svissneska merkinu KWC í svörtum króm. Tækið er með útdraganlegum stút með LED díóðum fremst í stútnum. Fæst í Tengi. mbl.is/Tengi
Flott útdraganleg eldhústæki frá Dornbracht í „Dark Platinum Matt“ áferð …
Flott útdraganleg eldhústæki frá Dornbracht í „Dark Platinum Matt“ áferð – fáanleg hjá Tengi. mbl.is/Tengi
Hér eru köntuð blöndunartæki frá framleiðandanum Casseøe og fást í …
Hér eru köntuð blöndunartæki frá framleiðandanum Casseøe og fást í Fríform. mbl.is/Fríform
Sænski húsgagnarisinn IKEA lætur ekki sitt eftir liggja með þessi …
Sænski húsgagnarisinn IKEA lætur ekki sitt eftir liggja með þessi blöndunartæki og handúðara. mbl.is/Ikea
Svartur og kantaður krani með mattri áferð frá Ísleifi Jónssyni, …
Svartur og kantaður krani með mattri áferð frá Ísleifi Jónssyni, en þeir bjóða upp á gott úrval af flottum blöndunartækjum fyrir eldhúsið. mbl.is/Ísleifur Jónsson
Önnur stílhrein gæði frá IKEA – þessi krani er mjög …
Önnur stílhrein gæði frá IKEA – þessi krani er mjög beinn og smart. mbl.is/Ikea
Nettur og smart krani frá Damixa, fáanlegur í Húsasmiðjunni.
Nettur og smart krani frá Damixa, fáanlegur í Húsasmiðjunni. mbl.is/Húsasmiðjan
mbl.is