Sjáið eldhús Brad Pitt og Jennifer Aniston

Jennifer Aniston og Brad Pitt á meðan allt lék í …
Jennifer Aniston og Brad Pitt á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Hollywood.com

Einhverjir halda eflaust að um gamla frétt sé að ræða þar sem eitt vinsælasta stjörnupar heims skildu leiðir fyrir mörgum árum síðan – en svo er ekki. Því hér má sjá glæsilega eldhúsið sem eitt sinn var þeirra og hefði getið verið þitt þar sem húsið fór nýverið í sölu.

Leikarahjónin fyrrverandi, Brad Pitt og Jennifer Aniston bjuggu í stórglæsilegu húsi í Beverly Hills áður en allt sprakk í loft upp. En þau skildu árið 2005 og fór sá skilnaður eflaust ekki framhjá neinum, enda eitt vinsælasta par síðari ára. Þau seldu húsið sem þau bjuggu í á 28 milljónir dollara eða tæpa 4 milljarða, en húsið var nýverið aftur til sölu og seldist á mun hærri pening í þetta skiptið.

Stjörnuarkitektinn Wallace Neff hefur hannað óteljandi glæsihallir í Hollywood og kom að innanhússhönnun hjá fyrrum leikarahjónunum. Hér var ekkert til sparað með upphituðu marmaragólfi í eldhúsinu og innfluttu viðargólfi úr 200 ára gömlu frönsku sveitasetri sem þau notuðu í bar-rýminu. En nýjir eigendur hafa bætt við tennisvelli og gestalofti svo eitthvað sé nefnt. Húsið geymir fimm svefnherbergi og 13 baðherbergi, seturými, stofur, sundlaug og útiarinn.

Eldhúsið í húsinu er hreint út sagt stórkostlegt! Hér er haldið í einfalda litapallettu, eða svart og hvítt sem kemur mjög vel út. Hvítar „subway“ flísar eru á veggjum og gólfið er stjarnan í rýminu – þar sem svartar og hvítar marmaraflísar fara á víxl. Og það þarf vart að taka fram að stærðin á eldhúsinu er í takt við allt annað eins og tíðkast þar ytra - hér geta vel verið tuttugu manns að vinna saman í einu.

Sjáið þetta glæsta eldhús! Það er ekki amalegt að fá …
Sjáið þetta glæsta eldhús! Það er ekki amalegt að fá að taka í pottana hér. mbl.is/Hollywood.com
mbl.is