Krakkavæn súkkulaðikaka

Krakkar elska að baka kökur - og þá sérstaklega súkkulaðikökur.
Krakkar elska að baka kökur - og þá sérstaklega súkkulaðikökur. mbl.is/Colourbox

Það er enginn leyndardómur að krakkar elska súkkulaðiköku og ískalt mjólkurglas með (og við hin líka). En hér er frábær uppskrift sem er sniðin að krökkum sem vilja prófa sig áfram í bakstrinum heima. Frábær uppskrift til að leiðbeina litlum bakarameisturum hvernig eigi að bera sig að.

Krakkavæn súkkulaðikaka

  • 150 g hveiti
  • 50 g kakó
  • 200 g sykur
  • 1,5 tsk lyftiduft
  • 80 g smjör við stofuhita
  • 125 ml mjólk
  • 2 egg

Súkkulaðiglassúr

  • 250 g dökkt súkkulaði
  • 1 msk dökkur muscovado sykur
  • 1 msk síróp, kúfuð
  • 125 g ósaltað smjör
  • kökuskraut

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°.
  2. Smyrjið kökuform með smjöri – hér geta hlutirnir farið úr böndunum en það gerir eldhússtörfin skemmtilegri.
  3. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið saman.
  4. Hellið deiginu í formið og setjið inn í ofn í 40 mínútur. Stingið í deigið með prjóni til að sjá hvort kakan sé bökuð í gegn.
  5. Glassúr: Bræðið saman smjör, síróp og sykur í potti og bætið svo söxuðu súkkulaði saman við. Hrærið með sleif þar til allt blandast vel saman. Hellið blöndunni yfir kökuna á meðan glassúrinn er volgur.
  6. Leyfið krökkunum að skreyta kökuna að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert