Drykkurinn sem Marta mælir með

Ljósmynd/Martha Stewart

Við vitum öll að ef einhver hefur vit á hvernig setja skuli saman vel heppnaða drykkjaruppskrift er það drottningin Martha Stewart. Hér gefur að líta eina algjörlega skothelda uppskrift sem er í uppáhaldi ... sem er svo ógnar fögur í þokkabót.

Bleikur gin fizz að hætti Mörtu

  • 6 cl appelsínusafi
  • 6 cl gin
  • 1 msk. sykursíróp
  • 8 cl nýkreistur greipsafi
  • sódavatn

Hellið appelsínusafa og gini yfir klaka. Blandið saman sykursírópi og greipsafa og hellið rólega yfir appelsínusafann. Toppið með sódavatni.

mbl.is