Eitt flottasta eldhús heims til sölu

Hér má sjá Chrissy í eldhúsinu.
Hér má sjá Chrissy í eldhúsinu. Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Ofurhjónin Chrissy Teigen og John Legend hafa sett hús sitt á sölu og er verðmiðinn í kringum 3 milljarða íslenskra króna. Og engan skyldi undra því húsið er algjörlega magnað en hjónin luku nýverið veglegum endurbótum á því.

Nú er hins vegar von á þriðja barninu sem kom mjög svo óvænt undir þar sem Teigen hefur ekki farið leynt með barneignaferli þeirra hjóna og hversu erfitt það hefur verið. Eldi börn þeirra, Luna sem er fjögurra ára og Miles sem er tveggja ára, eru bæði glasabörn og hafði Teigen tilkynnt að þau ættu ekki fleiri fósturvísa og líkurnar á að þau myndu eignast fleiri börn væru nánst engar.

Annað kom á daginn og hafa þau hjónin ákveðið að stækka við sig en húsið er með sjö svefnherbergjum og þykir þörf á fleirum þar sem móðir Teigen býr með fjölskyldunni auk þess sem mikið er um gestakomur.

Eldhúsið er hreint stórbrotið og annað eins vinnurými hefur ekki sést lengi. Fyrir þá sem fylgja Teigen á Instagram má reglulega sjá hana í eldhúsinu sem er greinilega mikið notað af fjölskyldunni.

Fleiri myndir af húsinu er hægt að skoða HÉR og HÉR.

Chrissy Teigen er mikill ástíðukokkur.
Chrissy Teigen er mikill ástíðukokkur. mbl.is/
mbl.is