Hvaða svefntýpa ert þú?

Hvaða týpa ertu þegar kemur að svefnvenjum?
Hvaða týpa ertu þegar kemur að svefnvenjum? mbl.is/colourbox

Það finnast sex mismunandi týpur þegar kemur að svefni og venjum – ertu með þína týpu á hreinu?

Sumir hafa meiri þörf fyrir svefn en aðrir og talað er um að konur þurfi á meiri svefn að halda en menn. Og því eldri sem við verðum, því minni svefn þurfum við. Stress spilar einnig stóran þátt í svefnrútínunni okkar og oftar en ekki heyrum við talað um A og B týpur þegar kemur að svefni.

Samkvæmt rannsóknum Arcady Putilovs, þá er um sex mismunandi svefntýpur að ræða og það er áhugavert að finna sig í einni þeirra.

Morgunhanninn
Þú ert mest virkur á milli 9-11, og eftir það byrjar þreytan að sækja á þig eftir því sem líður á daginn. Á kvöldin ert þú mest þreytta týpan af öllum eftirfarandi.

B-týpan
Þú ert í toppmálum á milli 11-17 á daginn, en þú getur fundið fyrir þreytu bæði um morguninn og kvöldið.

Power-napparinn
Þú vaknar við klukkuna snemma um morguninn og ert fullur af orku til sirka 11. Þú finnur fyrir þreytu seinnipartinn og tekur þér lítinn lúr um þrjú eða fjögurleytið. Eftir það ertu ferskur á ný og í fullu fjöri til miðnættis.

Náttuglan
Að vakna snemma á morgnanna er eins og refsing fyrir náttugluna sem vaknar ekki samkvæmt reglum og varla fyrir klukkan 10 á morgnanna. En eftir því sem líður á daginn byrjar orkan að streyma til þín og þú ert í góðum málum á kvöldin og jafnvel fram á nótt.

Svalurinn
Þú ert 100% alveg frá því að þú vaknar og þar til þú stingur þér aftur upp í rúm.

Spætan
Þú ert stanslaust þreyttur – allan daginn.

mbl.is