Nýjar freistingar í eldhúsið frá HAY

Fyrsta ristavélin lítur dagsins ljós frá HAY.
Fyrsta ristavélin lítur dagsins ljós frá HAY. mbl.is/HAY

Danska vörumerkið HAY hefur sent frá sér nýjungar sem okkur sárvantaði í eldhúsið – því þetta fullkomnar allt sem þeir hafa sent frá sér til þessa.

Hér erum við að sjá fyrstu ristavélina! En HAY hefur ekki framleitt mikið af rafmagnstækjum sem þetta og því frábær viðbót við vörulínurnar þeirra. „The Sowden Toaster“ er hönnuð úr plasti og burstuðu stáli, og því auðveld að þrífa. Eins er hálfgerður kantur á toppnum sem spornar við því að allar mylsnurnar renni beint á borðið og fari frekar ofan í vélina sem síðan má tæma.

Önnur nýjung er rafmagnsketill sem rúmar 1,5 lítra af vatni. En ketillinn tilheyrir sömu vörulínu og ristavélin og hvoru tveggja er fáanlegt í ýmsum hressandi litum.

Hraðsuðukatlar eru einnig nýjung frá HAY og finnast í ótal …
Hraðsuðukatlar eru einnig nýjung frá HAY og finnast í ótal frískandi litum. mbl.is/HAY
mbl.is/HAY
mbl.is/HAY
mbl.is