Gömul hönnun í nýjum búningi

Gömul hönnun í nýjum búning frá Lyngby Porcelæn.
Gömul hönnun í nýjum búning frá Lyngby Porcelæn. mbl.is/© Lyngby Porcelæn

Hið þekkta retró-postulín „Dan-Ild“ er komið aftur í framleiðslu með upprunalegu útliti en nýjum munstrum.

Með haustinu verður hið þekkta klassíska postulínssett af skálum og eldföstum mótum endurgert hjá Lyngby Porcelæn í samvinnu við hönnunarteymið Stilleben. Þess má geta að konurnar sem standa á bak við það teymi hafa komið víða við á ferlinum og gert frábæra hluti.

Það var í kringum 1950 sem hlutirnir breyttust í framreiðslu á mat, þegar ílát og mót sem máttu fara í ofn og beint á borðið urðu vinsæl. Hér hefur Stilleben, í samvinnu við Lyngby Porcelæn, endurhannað vinsæl og falleg ílát sem áður voru skreytt sikksakkmunstri yfir í doppur og línur. Vörulínan inniheldur margar stærðir og gerðir sem ættu að henta við hvert tilefni og auðvelda þér lífið. Vörurnar eru væntanlegar í verslanir í september.

Hönnunarteymið Stilleben sá um að útfæra vörurnar með nýtt útlit.
Hönnunarteymið Stilleben sá um að útfæra vörurnar með nýtt útlit. mbl.is/© Lyngby Porcelæn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert