Fimm hlutir sem ættu alltaf að geymast í kæli

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Sumt er betur geymt í kæli og annað ekki. Algengt er að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig best sé að geyma hráefnin og því er afbragðshugmynd að renna yfir þennan lista og sjá hvort þið eruð að fara rétt að eða hvort í kælinum leynist eitthvað sem á þar alls ekki heima.

Geymist í kæli:

Hlynsíróp er betur geymt í kæli þar sem mygla getur myndast inni í flöskunni sé hún geymd við stofuhita. 

Majónes. Þetta vissu nú flestir. Majónes er gert úr eggjum og því er nauðsynlegt að geyma það í kæli eftir að búið er að opna dósina. 

Hnetuolíur. Olíur sem gerðar eru úr hnetum eins og sesamolía og hafa ekki verið síaðar skyldi ávallt geyma í kæli til að koma í veg fyrir að þær verði vondar. Þess má jafnframt geta að hnetur skyldi einnig geyma í kæli til að halda bragðgæðunum. 

Tómatsósa. Þetta er mikið þrætuepli og veltur vissulega á hvernig tómatsósu um ræðir. Tæknilega geymist sósan við stofuhita í mánuð en almennt er talað um að betra sé að geyma hana í kæli. 

Sinnep ... stundum. Dijon og sinnep sem er gert úr piparrót ætti að frysta. Venjulegt gult sinnep má geyma í venjulegum skáp en bragðgæðin haldast betur sé það geymt í kæli. 

Geymist ekki í kæli:

Sojasósa. Hefurðu einhvern tímann tekið eftir því að sojasósan er alltaf geymd uppi á borði á veitingastöðum. Það er vegna þess að sósan er gerjuð og þarfnast ekki kælingar.

Heit sósa. Sósur sem gerðar eru úr ediki endast uppi í hillu í allt að þrjú ár og þarfnast ekki kælingar ... nema þegar upp í munn er komið.

Hunang. Vissir þú að hunang kristallast í kæli og verður ónothæft. Geymið inni í skáp, fjarri sólarljósi en alls ekki í kæli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert