Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

Ljósmynd/Linda Ben

Grænmetisuppskeran er á hámarki þessa dagana og því ekki úr vegi að laga góða súpu. Munið að súpa er eins og góður strigi. Hægt er að bæta hinu og þessu góðgæti út í súpuna eftir smekk.

Það er Linda Ben sem á þessa uppskrift.

Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

 • 2 msk. Filippo Berio ólífuolía
 • ½ laukur
 • ½ blaðlaukur (hvíti hlutinn)
 • 2 gulrætur
 • ½ sæt kartafla
 • 1 paprika
 • 1 dós Hunt’s-niðursoðnir tómatar í bitum
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 lítri vatn
 • 2 tsk. grænmetiskraftur frá Oscar
 • 1 tsk. kjúklingakraftur frá Oscar
 • Salt og pipar eftir smekk
 • ¼ tsk Þurrkaðar chillíkryddflögur (má sleppa)

Aðferð:

 1. Byrjið á því að skera laukinn og blaðlaukinn niður, setjið í pott ásamt olíu og steikið.
 2. Flysjið gulræturnar og sætu kartöflurnar og skerið í bita, bætið út á pottinn. Skerið paprikuna og bætið henni einnig út á og hrærið reglulega í.
 3. Opnið dósina af tómötunum, hellið út á og hrærið reglulega í.
 4. Pressið hvítlaukinn í gegnum hvítlaukspressu, pressið út á og hrærið reglulega í.
 5. Bætið vatninu saman við ásamt grænmetiskraftinum og kjúklingakraftinum, hrærið vel í og leyfið súpunni að sjóða í 10-15 mín.
 6. Takið töfrasprota og maukið súpuna.
 7. Smakkið til með salti og pipar og örlitlu þurrkuðu chillí ef áhugi er fyrir því að hafa súpuna örlítið sterka.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is