Töff eldhús á tveimur hæðum

Eldhús með litum og fjöri! En hér má glögglega sjá …
Eldhús með litum og fjöri! En hér má glögglega sjá hvernig innréttingin teygir sig upp eftir veggnum vinstra megin á myndinni. mbl.is/FRENCH+TYE

Þegar möguleikarnir eru fyrir hendi – þá er ekkert annað í stöðunni en að grípa tækifærið. Eins og var augljóslega gert í þessu tilviki þar sem eldhúsið nær upp á aðra hæð.

Eldhúsið er í eldra húsi í úthverfi London þar sem allt hefur verið tekið í gegn. Hér býr ung fjölskylda sem hefur staðið í heilmiklum framkvæmdum, og eldhúsið er ótrúlega skemmtilegt. Húsráðendur leituðu til MW Architects sem sáu alfarið um útfærsluna í samráði við eigendur, en þeirra ósk var að fá innréttingar úr náttúrulegum efniviði sem myndu endast ævina út, eða svo til.

Rýmið þar sem eldhúsið er að finna er hvorki meira né minna en 30 fermetrar í heildina. Í eldhúsinu er nokkurs konar brú á hæðinni fyrir ofan sem gefur innréttingunni tækifæri til að „klifra“ upp vegginn á hliðinni og ná þannig upp á aðra hæð. Innréttingin er úr eik í bland við gráa og gula skápa og skúffur – sem smellpassar saman í þessu tilviki. Mjallahvít granítborðplata tónar svo eldhúsið niður.

Skemmtilegt hvernig innréttingin klifrar upp á næstu hæð.
Skemmtilegt hvernig innréttingin klifrar upp á næstu hæð. mbl.is/FRENCH+TYE
mbl.is/FRENCH+TYE
mbl.is